Fyrsti Íslandsmeistarinn til að mæta næstur á teig
Golfbox segir að forgjöfin sé 54
Það er ekki oft sem afrekskylfingar mæta í þennan dálk á Kylfingi og án ábyrgðar er Þórður Rafn Gissurarson fyrsti Íslandsmeistarinn sem svarar þessum stöðluðu spurningum. Þórður varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2015, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku og stýrir málum í dag hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Hann hefur komið með margar ferskar hugmyndir inn í starfið en Kiðjabergsvöllurinn er einn af fallegri golfvöllum landsins.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Byrjaði ca. 8 ára. Var alltaf í fótbolta en langaði líka að vera í annarri íþrótt. Ákvað að prófa golf þar sem pabbi var í því og nýbúinn að kaupa golfsett handa mér. Fór á námskeið hjá Röggu Sig á Korpúlfsstöðum og þá var ekki aftur snúið.
Helstu afrek í golfinu?
Íslandsmeistari í höggleik karla 2015, sigurvegari á Jamega Tour - Calcot Park Open 2014, 2. sæti á Brno Open á Pro Golf Tour.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Gerðist á 14. teig í Kiðjabergi fyrir allnokkru síðan þegar ég var að hita mig aðeins upp eftir smá bið og buxurnar rifnuðu svakalega í klofinu. Henti mér aðeins of hratt í hnébeygju! Bara fyndið og kláraði hringinn eins og ekkert hafi í skorist.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Hef spilað með nokkrum PGA og European Tour spilurum; David Lingmerth, David Law, Glen Day o.fl. Allt topp menn.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Það kom smá tímabil þegar ég var á mínum yngri árum að ég vildi ekki nota belti en annars ekki neitt annað.
Hefurðu farið holu í höggi? Ef já, lýstu augnablikinu. Ef ekki, hvað er það næsta sem þú hefur komist?
Fór holu í höggi í gofmóti á Pro Golf Tour á 15. holu á Hardenberg Golf Resort. 135 metra löng, 9 járn, lenti þrjá metra fram yfir holu og spann ofan í. Versta að kúlan stoppaði á holubrúninni og ég sneri mér vonsvikinn við og eflaust henti út einhverjum blótsyrðum hljóðlega þegar kúlan ákvað að detta. Pabbi sagði mér að hún hefði farið ofan í og fékk staðfestingu frá áhorfendum. Sem betur fer þurfti ég ekki að bjóða öllum upp á drykk þar sem aðal styrktaraðili mótsins var bjórframleiðandi og ákvað að splæsa. Reikningurinn hefði annars orðið nokkuð hár.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Ætli það sé ekki vippin. Fljótur að missa "touchið" ef maður hefur ekki æft það í langan tíma.
Aldur: 37
Klúbbur: Golfklúbbur Kiðjabergs
Forgjöf: GolfBox segir 54 en tel mig vera með ca. 0 miðað við þá fáu hringi sem ég hef spilað.
Uppáhaldsmatur: Naut og bearnise.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
Uppáhaldskylfingur: Craig Stadler. Rostungurinn er alltaf top of mind af einhverjum ástæðum.
Þrír uppáhaldsgolfvellir:
Golfklúbbur Kiðjabergs, Seddiner See Golf Club í Þýskalandi og TPC Sawgrass Stadium Course í Florida. Verð líka að minnast á Adamstal Golf Club í Austurríki og Tobacco Road í Norður Karólínu.
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: hola í Kiðjabergi, 1. hola í Brautarholti og 13. hola á Keili.
Erfiðasta golfholan: 2. hola í Kiðjabergi af öftustu teigum. Krefjandi teighögg og innáhögg. Má lítið koma upp á. Flötin slungin með miklu broti. Alvöru próf.
Erfiðasta höggið: Punch fade.
Ég hlusta á: Alæta á tónlist.
Besta skor: 63 (-9) á Seddiner See Golf Club í Berlín.
Besti kylfingurinn: Tiger frá upphafi, Scottie Scheffler ef við miðum við þá sem eru að spila reglulega núna.
Golfpokinn
Dræver: Callaway XR 16 Sub Zero m. Fujikura X-Stiff skafti (7.3)
Brautartré: Ping G30 með Project X 6.5 skafti
Járn: Srixon 765 m. Project X 6.5 sköftum (6.7)
Fleygjárn: Cleveland 46,50 og 54 gráður m. Project X 6.5 sköftum (6.5). Er svo með einn gamlan Titleist SM4 58 gráður m. KBS C Taper S+ skafti (6.5).
Pútter: Caledonia Evo 33 tommu
Hanski: Titleist Players Glove
Skór: Ecco Biom C4