Fréttir

Golfarinn í eldhúsinu
Þriðjudagur 31. janúar 2023 kl. 00:28

Golfarinn í eldhúsinu

Frábært tækifæri er í boði fyrir golfáhugmenn sem kunna til verka í eldhúsinu. Golfklúbburinn Hella auglýsir á Facebook síðu sinni veitingaaðstöðu á efri hæð golfskálans til útleigu. Þar eru öll helstu tæki og áhöld til staðar sem og borð og stólar fyrir 70 manns. 
Strandarvöllur er einn besti 18 holu golfvöllur sem er staðsettur við þjóðveg 1 milli Hellu og Hvolsvallar.  Útsýnið úr golfskálanum á Strönd yfir Suðurlandið er margrómað. 
Íslandsmótið í golfi hefur verið haldið nokkrum sinnum á Strandarvelli sem og fjöldi Íslandsmóta í unglingaflokkum. 
Eitt besta æfingasvæði landsins er á Strandarvelli. Verkefnið ætti því að vera kjörið fyrir matreiðslu- eða veitingamann sem vill lækka forgjöfina.