Dagbjartur á sínu fyrsta Áskorendamóti - erfitt hjá okkar mönnum
Enginn fjögurra Íslendinganna komst í gegnum niðurskurðinn á móti helgarinnar á Rosa vellinum í Finnlandi á Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR lék best af þeim og var þremur höggum frá niðurskurðinum.
Dagbjartur lék á 73 og 70, þremur yfir pari en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur á móti á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkust í Evrópu.
Félagar hans, þeir Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náðu sér ekki á strik og voru nokkuð frá niðurskurðinum. Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt í móti á Áskorendamótaröðinni í síðustu viku og þá komst heldur enginn áfram.
Skor Íslendinganna í Finnlandi:
Dagbjartur Sigurbrandsson 73-70 +3
Haraldur F. Magnús 71-74 + 5
Axel Bóasson 72-76 + 8
Guðmundur Á. Kristjánsson 77-73 +10
Nú styttist í úrtökumótin sem bíða okkar manna.