Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur í rauðum tölum í Finnlandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 16. ágúst 2025 kl. 13:07

Haraldur í rauðum tölum í Finnlandi

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr GR hefur leikið mjög vel fyrstu þrjá dagana á Vierumäki Finnish Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni en leikið er á Vierumäki vellinum. Haraldur er á átta höggum undir pari og er jafn í 15. sæti þegar einn hringur er eftir.

Haraldur hefur leikið jafnt og gott golf hringina þrjá alla undir pari, 70-69-69. Hann er í 159. sæti á stigalista Hotel Planner mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Hann lék líka vel í síðustu viku og endaði í 14.-18. sæti á móti í Írlandi.

Staðan.

Örninn 2025
Örninn 2025