Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2024 kl. 16:22

Norðmaðurinn tapaði fyrir ungu kylfingunum

Norðmaðurinn Victor Hovland er einn af bestu kylfingum heims en hann varð að sætta sig við tap gegn ellefu ungum skoskum kylfingum í holukeppni fyrir Opna Skoska mótið á The Renaissance vellinum í júlí sl.

Hovland hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu ári en hann vann FedEx stigakeppnina á PGA mótaröðinni á síðasta ári, stærstu peningaverðlaun ársins. PGA er í samstarfi við DP mótaröðina og FedEx, stærsti styrktaraðili mótaraðarinnar bauð ungu kylfingunum í keppni við Norðmanninn.

Í meðfylgjandi sjáum við skemmtilega keppni þeirra.