Fréttir

Fimmfaldur Íslandsmeistari og hola í höggi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 30. ágúst 2024 kl. 09:18

Fimmfaldur Íslandsmeistari og hola í höggi

Sá sem er næstur á teig þarf heldur betur að hysja upp um sig golfbuxurnar ef hann ætlar sér að verða jafn sigursæll í þeirri íþrótt eins og körfuknattleik en hann er fimmfaldur Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum varð hann bikarmeistari með liðinu. Hann er íþróttakennari í Heiðarskóla í Reykjanesbæ, er giftur og á þrjú glæsileg börn.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

2011 eftir að ég hætti í körfubolta þá tók golfið við.

Helstu afrek í golfinu?

74 högg í Borgarnesi og hola í höggi á Bergvíkinni. Spila golfathon - 72 holur (4 hringi) sama daginn - alla gangandi.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Fékk tvo fugla í röð á 14. og 15. Í Leirunni, ég hélt að ég væri á eldi. Kem á 16. teig sjóðandi heitur og shanka upphafshöggið í gegnum klósettrúðuna í skálanum við 9.holu, Guðjóni Skúlasyni til mikillar skemmtunar.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ásgeir Sigurvinsson og Jón Arnór Stefánsson.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Neibb

Hefurðu farið holu í höggi? Ef já, lýstu augnablikinu. Ef ekki, hvað er það næsta sem þú hefur komist?

Morguninn eftir tónleika með mögulega bestu hljómsveit í heimi, Guns & Roses, átti ég teig með Erni Ævari (legend) og tveimur minni spámönnum, Haffa Hilmars og Bjössa Halldórs. Þegar við komum á Bergvíkina þá slær Bjössi fyrst og fer næstum holu í höggi (ekki nóg). Svo slæ ég og Örn Ævar (legend) stendur fyrir aftan mig þegar ég slæ og um leið og ég slæ í boltann segir hann að þetta sé betra högg. Ég slæ með 9ju járni og beint á pinna - eitt skopp og rúll oní. Það var haldið aðeins uppá það.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Getur maður ekki alltaf bætt pútt og chip?

Aldur:  43

Klúbbur:  GS

Forgjöf: 8,1

Uppáhaldsmatur: Humar

Uppáhaldsdrykkur:  Vatn

Uppáhaldskylfingur: Justin Thomas.

Þrír uppáhaldsgolfvellir:  Leiran, Borgarnes, Oddurinn.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi:  Bergvíkin og 18. í Leirunni. Eyjan á Hamarsvelli.

Erfiðasta golfholan: Bergvíkin

Erfiðasta höggið:   Brautarbönker                        

Ég hlusta á: Góða tónlist, hlusta mikið á gamla tónlist.

Besta skor: 74 högg í Borgarnesi.

Besti kylfingurinn: Tiger

Golfpokinn

Titleist poki.

Dræver: Titleist TSR 2

Brautartré: Titleist 3 tré og 7 tré

Járn:  Titleist T100s

Fleygjárn: vokey SM7

Pútter: Taylormade Spider

Hanski: Kirkland

Skór: Footjoy

Fjölskyldan er...

... komin á fullt í golfið með Jóni.

Jón með bræðrunum Eggerti í miðjunni og Jóni Arnóri Stefánssonum.

Körfuknattleikslið Keflavíkur og KR í einvígi í Borgarnesi.