Fréttir

„Ég er bara mannlegur“
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 3. júlí 2024 kl. 23:41

„Ég er bara mannlegur“

„Jú, ég fann fyrir smá taugaspennu en ég er bara mannlegur,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Akshay Bhatia sem missti rétt rúmlega eins metra pútt á síðustu flötinni til að komast í bráðabana um sigurinn á Rocket Mortgage mótinu á PGA mótaröðinni um síðustu helgi.

Ástralinn Cam Davies beið á æfingasvæðinu og var að hita upp fyrir bráðbana því Bhatia var í fínu færi til að klára parið á 72. flöt. „Ég hef klárað mót áður þannig að kann það en það er bara gengur ekki alltaf,“ sagði hann.

Líkt og hjá Rory McIlroy fyrir stuttu á Opna bandaríska mótinu þá er ekkert sem heitir „gimme“ eða gefið pútt. Hinn 22 ára Bhatia viðurkenndi að þó hann hafi verið taugaspenntur yfir púttinu þá hafi verið ömulegt að missa púttið. Þetta var fyrsta púttið innan við tvo metra sem hann missti í öllu mótinu. Það kom á síðustu flötinni.