Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Opið á sumarflatir í rúmlega 200 daga í Leirunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. nóvember 2024 kl. 17:43

Opið á sumarflatir í rúmlega 200 daga í Leirunni

Hólmsvöllur í Leiru hefur lokað á sumarflatir eftir að hafa haft opið í rúmlega tvöhundruð daga 2024. Hápunktur sumarsins á sextíu ára afmæli GS var Íslandsmót í höggleik sem þótti takast mjög vel og Hólmsvöllur skartaði sínu fegursta.

Í tilkynningu frá Golfklúbbi Suðurnesja eru félagsmönnum þakkaðar góðar stundir á golftíðinni sem nú er á enda. Stefnt er að því að opna inn á sumarflatir 17. apríl 2025, ef ekki fyrr.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir, eiga saman ellefu Íslandsmeistaratitla en Guðfinna var fyrsti Íslandsmeistari kvenna. Karen tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í sumar.