Óvæntur sigurvegari í Abu Dhabi
Englendingurinn Paul Waring lék ekki þrýsting frá stórstjörnunum hafa áhrif á sig þegar hann tryggði sér sinn annan titil á ferlinum á DP mótaröðinni þegar hann sigraði á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu.
Waring leiddi með einu höggi fyrir lokahringinn en hann lék hann frábærlega á sex undir pari. Landi hans Tyrell Hatton fékk fugl á lokaholunni og Waring þurfti að fá par á hana eftir að hafa fengið fugl á 17. braut. Waring gerði sér lítið fyrir og fékk fugl og tryggði sér tveggja högga sigur. Félagarnir frá Írlandi, Rory McIlroy og Shane Lowry voru meðal þeirra sem voru í toppbaráttunni en urðu að sjá á eftir titlinum.
Waring setti vallarmet þegar hann lék á 61 höggi í öðrum. hring.
Með þessum árangri tyllti hann sér í 5. sæti á stigalistanum - Race to Dubai - en tíu efstu vinna sér þátttökurétt á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Hér má sjá hvernig Waring lék lokabrautina.
Every shot of @PaulWaringGolf's 72nd hole, where he needed par or better to win 🎥#ADGolfChamps | #RolexSeries pic.twitter.com/pRHqgtqaXf