Fréttir

Þegar þú þarft að fá örn á síðustu til að komast í bráðabana
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 25. mars 2024 kl. 16:18

Þegar þú þarft að fá örn á síðustu til að komast í bráðabana

Tælendingurinn Kiradech Aphibarnrat var í toppbaráttunni á Porsche mótinu í Singapúr sem lauk síðasta sunnudag. Kappinn var tveimur höggm frá efsta sæti þegar hann stóð á miðri 18. brautinni í lokahringnum. Holan er par 5 og Aphibarnrat var með „blending“ í höndunum um 200 metra frá stöng. Kappinn gerði sér lítið fyrir og hitti frábært högg. Boltinn endaði um 7 metra frá holu og síðan renndi hann púttinu í holu. Tapaði síðan reyndar í bráðabana gegn Svíanum Svenson.