Fréttir

Stórt stökk úr öryggisverði á næturklúbbi í sigur á PGA
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 26. febrúar 2024 kl. 17:01

Stórt stökk úr öryggisverði á næturklúbbi í sigur á PGA

Sigur í PGA golfmóti breytir lífi kylfings og þannig er það hjá hinum 29 ára Jake Knapp frá Bandaríkjunum sem sigraði á Mexico Open á PGA mótaröðinni um síðustu helgi. Fyrir tveimur árum starfaði hann sem öryggisvörður á næturklúbbi en æfði golf á daginn.

Sveifla kappans heillaði marga en Knapp er nýliði á PGA mótaröðinni en hann tryggði sér þátttökurétt með því að enda í 13. sæti á Korn Ferry mótaröðinni 2023. Sjö síðustu ár hefur hann flakkað á milli PGA mótaraðarinnar í Kanada og Korn Ferry. Sigurinn tryggir það að flakkið verður öðruvísi að minnsta kosti næstu árin því sigur á PGA móti tryggir tveggja ára þátttökurétt til viðbótar við þetta ár. Hann fær þátttökurétt á stærstu mótunum og verður m.a. á Masters í apríl.

Knapp lék frábært golf fyrstu þrjá dagana í Mexíkó og leiddi með fjórum höggum fyrir lokadaginn. Kærasta hans kom fljúgandi til Mexíkó til að fylgjast með honum og fagnaði með honum í lokin. Knapp byrjaði hins vegar lokahringinn illa og Finninn Sami Valimaki veitti honum harða keppni. Eftir sjö holur voru þeir orðnir jafnir. Kanadamaðurinn hélt hins vegar haus og síðustu ellefu holurnar var þetta einvígi þeirra á milli sem endaði með sigri Knapp á 19 höggum undir pari og var tveimur betri en Finninn.

Knapp hefur byrjað vel á PGA mótaröðinni og hefur verið meðal tíu efstu fimm sinnum og bankabókin lítur betur út. Hann hefur unnið sér inn tæplega 300 milljónir króna á nýbyrjuðu keppnistímabili PGA.

Lokastaðan.