Scheffler sigraði á Masters í annað sinn á þremur árum
Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler sigraði á Masters mótinu og tryggði sér sinn annan græna jakka á þremur árum en hann vann líka árið 2022. Scheffler sýndi mátt sinn og meginn á lokahringnum, lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum og vann með fjögurra högga mun.
Scheffler fékk sex fugla á síðustu ellefu holunum á lokahringnum. Á meðan keppinautar hans gerðu mistök sýndi hann af hverju hann er besti kylfingur heims. Annar varð Svíinn Ludwig Åberg en hann var að leika á sínu fyrsta risamóti þótt ótrúlegt sé. Magnaður kylfingur sem á framtíðina fyrir sér.
Þrír kylfingar deildu þriðja sætinu á -4, Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamennirnir Max Homa og Collin Morikawa. Tiger Woods var neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn, í 60. sæti, á 16 yfir pari.
Scheffler hefur verið í efsta sæti heimslistans á annað ár. Þetta er þriðji sigur hans á árinu en hann vann Players og Arnold Palmer mótið.
Eiginkona Schefflers, Meredith, var ekki í Augusta því hún á von á sér á næstu dögum og fyrir mótið sagði maður hennar að hann myndi hætta í mótinu ef hún færi af stað þegar það stæði yfir. „Það er sérstakt að vinna þetta mót í annað sinn en það verður líka magnað að verða faðir í fyrsta sinn. Ég er að koma heim elskan,“ sagði hann í beinni útsendingu þegar hann var klæddur í græna jakkann, einkenni og sigurlaun Master mótsins.
A win for family near and far. #themasters pic.twitter.com/YEcGCbNXhh
Leader by four with two to play. #themasters pic.twitter.com/KcoilYExDr
Watch as Scottie Scheffler receives his Green Jacket at Augusta National.#themasters https://t.co/j1ShtkzmN2