Rory og Cantlay eru í forystu í spennandi keppni á Opna bandaríska
Rory McIlroy og Patrick Cantlay eru jafnir á fimm undir pari og eru efstir eftir fyrsta hring á Opna bandaríska mótinu á Pinehurst golfvellinum í Bandaríkjunum, sem sannarlega reynir á getu bestu kylfinga heims.
Cantlay fór snemma út og lék frábært golf en það gerði Norður Írinn líka þegar hann kláraði á sama skori með síðustu mönnum.
Svíinn magnaði Ludvig Áberg er í þriðja sæti, höggi á eftir þeim félögum. Spennan er mikil og keppnin jöfn. Frábærir kylfingar eru á hælunum á eftir fyrstu mönnum.
Birdie no.4 of the day for Rory. Now one off the lead 🙌#USOpen pic.twitter.com/1zsijahQKN