Fréttir

Rory og Cantlay eru í forystu í spennandi keppni á Opna bandaríska
Frábær fyrsti hringur hjá Rory. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. júní 2024 kl. 11:42

Rory og Cantlay eru í forystu í spennandi keppni á Opna bandaríska

Rory McIlroy og Patrick Cantlay eru jafnir á fimm undir pari og eru efstir eftir fyrsta hring á Opna bandaríska mótinu á Pinehurst golfvellinum í Bandaríkjunum, sem sannarlega reynir á getu bestu kylfinga heims.

Cantlay fór snemma út og lék frábært golf en það gerði Norður Írinn líka þegar hann kláraði á sama skori með síðustu mönnum. 

Svíinn magnaði Ludvig Áberg er í þriðja sæti, höggi á eftir þeim félögum. Spennan er mikil og keppnin jöfn. Frábærir kylfingar eru á hælunum á eftir fyrstu mönnum.