Nær Fowler að brjóta hefðina?
Bandaríkjamaðurinn Ricky Fowler varð fyrir því „óláni“ að sigra á par 3 holu mótinu sem haldið er daginn fyrir fyrsta keppnisdag á Masters. Leiknar voru að venju 9 holur á par 3 holu vellinum á Augusta.
Fowler sem komst á skrif á nýjan leik í fyrra og sigraði þá m.a. á einu PGA móti eftir slakt gengi í nokkur ár lék á fimm undir pari. Á Masters er mikið um hefðir og ein þeirra er sú að sá sem hefur sigrað á par 3 holu mótinu hefur aldrei unnið græna jakkann í sömu viku.
Það er því spurning núna hvort Fowler nái að afsanna þessa reglu og vinna græna jakkann í ár.
Fjórir kylfingar fóru holu í höggi á litla vellinum, þeir Gary Woodland, Sepp Straka, Lucas Glover og Viktor Hovland.
Fresta varð keppni á fyrsta degi í morgun vegna rigningar og þrumuveðurs en þegar þetta er skrifað er áætlað að keppni hefjist samt fyrir hádegi í Georgíu.
The fourth ace of the day!
Lucas Glover played this perfectly at #theMasterspic.twitter.com/XhcfZhb8S1
Sam Burns, Tom Kim, Scottie Scheffler.
Tossing darts on the last hole at the Par 3 Contest at #theMasterspic.twitter.com/kVD9opufVF