Íslandsmót, dagur þrjú: Framtíðin er björt í golfinu, Markús og Gunnlaugur í spjalli
Margir bráðefnirlegir kylfingar keppa á Íslandsmótinu í ár, einn þeirra var einungis þrettán ára þegar hann keppti fyrst - og komst í gegnum niðurskurðinn. Markús Marel heitir piltur og með honum spiluðu Ragnar Már Garðarsson og annar bráðefnilegur, Gunnlaugur Sveinsson. Sá síðastnefndi náði sér heldur betur á strik í gær, setti nýtt vallarmet, 63 högg og er heldur betur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.
Kylfingur rölti með þessum frábæru kylfingum á 8. brautinni í blíðunni í gær.