Bæting hjá Guðmundi en dugar skammt
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP mótaröðina á pari og er á sjö höggum yfir pari eftir 54 holur og á mjög litla möguuleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.
Lokamótið fer fram á Infentum golfsvæðinum á Spáni. Um 65 keppendur komast áfram í lokakaflann sem eru tveir hringir. Þeir sem eru á niðurskurðarlínunni eru á fimm höggum undir pari, tólf höggum betri en okkar maður.
Frakkinn lék Vince Van Veen lék þriðja hringinn á tólf undir pari, 59 höggum og það er eitthvað sem Guðmundur þarf að gera til að eiga möguleika á að komast áfram. Hann er í 153. sæti af 156 keppendum.