Hola í höggi á Íslandsmótinu!
Íslandsmótið byrjar með flugeldasýningu, Einar Bjarni Helgason gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 9. holu vallarins! Menn eru greinilega að ná sér vel á strik, þetta draumahögg dugar Einari ekki til forystu en hann er á -4 en Magnús Yngvi Sigsteinsson er efstur á -5, búinn að leika einni holu meira.
Einar Bjarni var rétt að ná sér niður eftir teighöggið á holu 10 þegar kylfingur tók hann tali.