Heimamaðurinn stal sigrinum
Hafi einhvern tíma verið sagt að golfmót hefjist ekki fyrr en á síðustu níu holunum þá er hægt að segja það um Opna Skoska mótið á Renaissance vellinum í North Berwick um síðustu helgi. Heimamaðurinn Robert MacIntyre átti undanverðan lokakafla sem lauk með fugli á síðustu flöt fyrir sigri.
MacIntyre var með aðra höndina á sigri í fyrra þegar Rory McIlroy hreinlega stal sigrinum á síðustu holu. Nú gerðist það á hinn veginn. Adam Scott virtist vera að klára dæmið þegar fimm holur á eftir en Bob Macintyre lék síðustu fimm holurnar á fjórum undir pari.
MacIntyre sigraði í fyrsta sinn á PGA mótaröðinni fyrir rúmum mánuði síðan. Opna Skoska mótið er í samstarfi DP og PGA mótaraðarinnar og gefur mörg stig. Það má því segja að þetta sé annar PGA sigur hans en þetta er hans fyrsta ár á PGA mótaröðinni.
Svínn Ludvig Åberg var með forystu fyrstu þrjá dagana en lék yfir pari á lokahringnum og endaði jafn í 4. sæti.
Næsta mót er OPNA mótið sem fram fer á Troon vellinum í Skotlandi. Þar verða allir bestu kylfingarnir að keppa um eftirsóttastu verðlaun atvinnukylfinga, silfurkönnuna.