Guðrún í 23. sæti á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili endaði jöfn í 23. sæti á móti sem lauk í gær á Spáni á LET access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á fjórum höggum undir pari.
Guðrún byrjaði mjög vel og var fyrsta hringinn á fjórum undir en lék næstu tvo hringi á parinu. Eftir þrjú mót á árinu er hún í 51. sæti á stigalistanum en Ragnhildur Kristinsdóttir sem er einnig með þátttökurétt á mótaröðinni er í 49. sæti. Hún var ekki með í móti helgarinnar.
LET Access mótaröðin er næst sterkasta mótaröð kvenna í Evrópu.