Guðmundur og Haraldur í toppbaráttunni í Danmörku
Guðmundur Kristjánsson og Haraldur Franklín eru meðal efstu kylfinga eftir 36 holur í Danish Chalenge mótinu á Áskorendamótaröðinni í Danmörku. Guðmundur er í öðru sæti á 11 höggum undir pari, höggi frá fyrsta sæti sem Andreas Halvorsen situr í. Haraldur Franklín er jafn í 7. sæti á sjö undir pari.
Guðmundur hefur leikið hringina á -6 og -5 og endaði annan hringinn á því að fá örn á síðustu holunni.
Haraldur lék fyrsta hringinn á -6 en annan á -1.
Þriðji Íslendingurinn, Axel Bóasson, er jafn í 56. sæti á -2.
Hér má sjá Guðmund ná erni á síðustu brautinni í öðrum hring.
Gudmundur Kristjansson finishes his round in style 👌
An eagle at 18 for the Icelander leaves him one shot back in second heading into the weekend 🇮🇸#DanishGolfChallenge pic.twitter.com/R2wIEfJcLb