Fréttir

Góð spilamennska hjá Guðrúnu Brá í Svíþjóð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 30. júní 2024 kl. 22:59

Góð spilamennska hjá Guðrúnu Brá í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í 15.-19. sæti á MoreGolf Mastercard mótinu á LET Access mótaröðinni í Evrópu en mótið fór fram á Varbergs golfvellinum í Svíþjóð. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR endaði í 53. sæti.

Guðrún Brá lék jafnt og gott golf og endaði á þremur höggum yfir pari á 54 holunum. Hún lék tvo hringi á pari og einn á þremur yfir. Síðasta hringinn lék hún á pari, fékk 16 pör, einn skolla og einn fugl. Ragnhildur var fjóra yfir pari eftir tvo hringi en lenti í miklum ógöngum í þriðja hringnum og fór hann á 84 höggum, 12 yfir pari.

Lokastaðan.