Góð byrjun hjá Guðrúnu Brá á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir byrjaði vel á móti á LET access mótaröð í Evrópu í dag sem fram fer á Naturavila golfvellinum á Spáni. Keiliskonan lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum og er jöfn í 6. sæti þegar þetta er skrifað.
Guðrún fékk sex fugla og tvo skola og lék mjög jafnt og gott golf. Á skorkortinu má sjá árangur hennar í því að hitta brautir, flatir, pútt og fleira. Hún hitti 15 af 18 flötum í tilskyldum höggafjölda sem er mjög gott og endaði með 30 pútt, þar af sjö einpútt en eitt þrípútt.
LET Access mótaröðin er næst efsta mótaröð kvenna í Evrópu. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er einnig með keppnisrétt á þessari mótaröð en er ekki meðal keppenda á þessu móti.