Gjörbreyttur Hvaleyrarvöllur er sá lengsti - lokaholurnar mikilvægar
Síðasta áratug hefur Golfklúbburinn Keilir unnið að því að breyta Hvaleyrinni, seinni 9 holum vallarins, þar sem aðeins ein hefur fengið að standa óbreytt, gamla átjánda sem nú er 15. braut. Það er óhætt að segja að nýjar áskoranir mæti keppendum á Íslandsmótinu í höggleik 2025 - en mótið fer fram á gjörbreyttum og lengri Hvaleyrarvelli sem er nú orðinn lengsti völlur landsins af öftustu teigum.
Ólafur þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis hefur verið við stjórnvölinn lengi hjá Keili. Hann segir að mikil ánægja sé með breytingarnar. Völlurinn sé orðinn mun erfiðari en það var eitt af markmiðunum.
Kylfingur.is fór með Óla út á Hvaleyrarvöll og hann lýsti í stuttu máli breytingunum og lykilbrautum sem nauðsynlegt er að leika vel til að sigra á Íslandsmóti.