Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 5. ágúst 2025 kl. 22:15

Aron er tilbúinn í titilbaráttuna á Hvaleyrinni

Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari 2024 og 2021 segist tibúinn í titilbaráttuna á Hvaleyrarvelli þar sem Íslandsmótið í höggleik fer nú fram. Hann segist nokkuð ánægður með spilamennskuna í vor á Nordic mótaröðinni og í mótunum hér á landi í sumar en stefnir á úrtökumótion í haust.

Aron var í æfingahring þegar kylfingur.is hitti á meistarann og spurði hann út í aðstæður.