Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tómas sigraði í Einvíginu á Nesinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 5. ágúst 2025 kl. 12:00

Tómas sigraði í Einvíginu á Nesinu

Tómas Eiríkur Hjaltesteð úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór á frídegi verslunarmanna í gær. Tómas setti niður fimm metra pútt fyrir sigri á lokaholunni þegar hann og núverandi Íslandsmeistari, Aron Snær Júlíussson úr GKG voru tveir eftir.

Yfir 600 áhorfendur mættu á Nesvöllinn í rjómablíðu og horfðu á 10 af bestu kylfingum landsins etja kappi í þessu árlega styrktarmóti.

Í ár var leikið var í þágu Minningarsjóður Bryndísar Klöru.  Í mótslok var þeim Birgi Karli Óskarssyni og Iðunn Eiríksdóttur, foreldrum Bryndísar Klöru, afhent ávísun að upphæð ein milljón króna frá Arion banka.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mótið var fyrst haldið árið 1997 og þá sigraði Björgvin heitinn Þorsteinsson.