Gengur vel að vippa með „öfugu“ gripi
Englendingurinn Matt Fiztpatrick nær góðum árangri í vippum með því að nota „öfugt“ grip. Hér sjáum við glæsilegt högg hjá honum á Opna skoska mótinu í þriðja hring.
Matt á einn risatitil en hann vann Opna bandaríska mótið fyrir tveimur árum. Hann er með betri kylfingum heims en hann er kannski eini atvinnukylfingur heims sem skráir öll högg sem hann slær í bók en það hefur hann gert frá unga aldri.
Staðan á Genesis Scottish Open.
.@MattFitz94 chipping in for eagle 🦅#GenesisScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/hJ7wyZzGGL
Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa lenti í erfiðri stöðu á einni brautinni, boltinn lá alveg við glompu þannig að hann gat ekki staðið rétt við boltann. Hann leysti málið hins vegar mjög vel eins og sjá má.
.@collin_morikawa getting creative with a left-handed chip 🪄#GenesisScottishOpen | #RolexSeries pic.twitter.com/0unvPFqVtQ