Frábær tilþrif á fyrsta degi Masters
Bestu kylfingar heims sýndu snilldar tilþrif á fyrsta degi Masters en vegna tafa á fimmtudagsmorgni var ekki hægt að ljúka fyrstu umferð sem kláruð verður á föstudagsmorgun.
Hin litríki Brian Dechambeau lék magnað golf og lauk hring á sjö höggum undir pari. Hann hóf leik með fugli á fyrstu þremur holunum og fékk síðan fimm fugla á síðustu sjö.
Besti kylfingur heims, Scottie Scheffler var ekki mikið síðri. Hann lék skollalausan hring og kláraði á -6. Það verður erfitt fyrir aðra að fylgja honum eftir ef han heldur svona áfram.
Daninn Nicolai H∅jgaard var í miklu stuði og hann var í 3. sæti þegar hann var kallaður í hús vegna myrkurs á -5.
Englendingurinn og fyrrum sigurvegari, Danny Willett skilaði góðum hring á -4 og það sama gerði Max Homa.
Tiger Woods, sem á fullan skáp af grænum jökkum sýndi heldur betur og sannaði að hann er hvergi nærri búinn. Hann lauk leik á 13. holu, þessari frægu par 5 braut. Hann drævaði lengst inn í skóg, rétt náði að slá inn á braut en bjargaði pari og er á -1 eins og félagi hans frá N-Írlandi, Rory McIlroy. Rory var í basli inn á milli en bjargaði þokkalegum hring þannig að hann er ekki alveg út úr toppbaráttunni. Þeir félagar eru jafnir í 7. sæti og mótið rétt byrjað.
Hér að neðan má sjá nokkur skemmtileg myndskeið af þessum köppum.
After making birdie on No. 16, Bryson DeChambeau reaches six under par and extends his lead. #themasters pic.twitter.com/L7dWBp9YKz
Scottie Scheffler's bunker shot on No. 12 finds the hole for birdie. #themasters pic.twitter.com/urr9NMj8gV
Scottie Scheffler leaps to within one shot of the lead with a birdie on No. 16. #themasters pic.twitter.com/bbHojpTueU
Tiger Woods put on a short-game clinic to close out his Masters Thursday. #themasters pic.twitter.com/vW8ikbfKJ3
Nicolai Højgaard chips in on No. 7 to move to red numbers. #themasters pic.twitter.com/CTE34kuOdh
After holing out for birdie on No. 7, Nicolai Højgaard chips in on No. 12 to move to four under par. #themasters pic.twitter.com/Z0uXdKoxNo