Fréttir

Faldo rifjar upp þrennuna á Masters
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 4. apríl 2024 kl. 11:17

Faldo rifjar upp þrennuna á Masters

Englendingurinn Nick Faldo á þrjá græna jakka eftir jafn marga Masters sigra en kappinn verður meðal lýsenda á Sky sjónvarpsstöðinni þegar þetta fyrsta risamót ársins fer fram í næstu viku.

Faldo tók fyrst þátt í mótinu árið 1979, aðeins 22 árs gamall. Áratug síðar, eftir sveiflubreytingar, vann hann í fyrsta skipti og hann gerði sér lítið fyrir og varði titilinn ári síðar. Sex árum síðar, 1996, vann hann í þriðja sinn og sýndi enn og aftur gríðarlegan styrk þegar hann vann upp sex högga forskota hvíta hákarlsins, Gregs Norman.

Faldo kom til Augusta nýlega og rifjaði upp ljúfar minningar, klæddur græna jakkanum, rúmlega þrjátíu árum síðar. Með sigri á Masters öðlastu ævilangan þátttökurétt en hann ákvað árið Hér er stutt og skemmtilegt myndskeið sem hann birti á Youtube síðu sinni.