Fréttir

Eiríkur Bogi með ás á Costa Ballena
Föstudagur 12. apríl 2024 kl. 08:26

Eiríkur Bogi með ás á Costa Ballena

Eiríkur Bogi Karlsson 9 ára kylfingur úr Golfklúbbnum Oddi gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í æfingaferð klúbbsins á Costa Ballena. Eiríkur Bogi sem byrjaði að æfa golf í fyrra er mjög efnilegur og áhugasamur kylfingur. 

Eiríkur var að leika par 3 völlinn á Costa Ballena sem er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur. Eiríkur var í fjöggurra manna holli  á hinni sögufrægu annari holu þegar draumahöggið kom. Þeir kylfingar sem þekkja til vita að sú hola getur verið erfið viðureignar með vatn vinstra megin við brautina og tré allt um kring. Eiríkur var mældi holuna 105 metra og notaði tryggan Cleveland hálfvita í höggið. Hann tíaði ekki boltann. Sló gott högg sem lenti fyrir framan flötina, skoppaði inná og rúllaði ofaní holu. Félagar Eiríks héldu fyrst að boltinn hefði rúllað of langt en hollið sem var á 3. teig fyrir aftan flötina var að fylgjast með og fagnaðarlætin á þeim teig voru gríðarleg. Hola í höggi.

Frábær byrjun á golfsumrinu hjá Eiríki Boga, sem var nákvæmlega 9 ára og 67 daga þegar hann sló draumahöggið. Geri aðrir betur.