Fréttir

Draumaaðstæður í Leirunni - ungur kylfingur úr GKG í toppbaráttunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. júlí 2024 kl. 17:06

Draumaaðstæður í Leirunni - ungur kylfingur úr GKG í toppbaráttunni

Magnús Yngvi Sigsteinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er ekki í hópi þekktra afrekskylfinga en hann er í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í Leirul Hann lék fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er jafn í öðru sæti.

„Maður verður að nýta sér draumaaðstæður í Leirunni, lítill vindur og frábær völlur. Þetta gekk vel og var gaman,“ sagði Magnús eftir hringinn en hann var kominn fimm undir pari eftir tíu holur. „Þessi breyting á holuröðun finnst mér koma mjög vel út og ég hlakka til næstu daga,“ sagði Magnús sem hefur aldrei verið í toppbaráttu á Íslandsmóti eða stigamóti áður.