Fréttir

Böðvar Bragi leiðir - setti nýtt vallarmet
Böðvar til vinstri og Aron Snær á Hólmsvelli í öðrum hring.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2024 kl. 19:38

Böðvar Bragi leiðir - setti nýtt vallarmet

Böðvar Bragi Pálsson úr GR er með forystu á Íslandsmótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Böðvar setti nýtt vallarmet á öðrum hring þegar hann .ék á sjö höggum undir pari, 64 höggum.

Böðvar fékk níu fugla á hringnum og lék síðustu sex brautirnar á fimm undir pari. Hann er á tíu höggum undir pari eftir 36 holur. Aron Snær Júlíusson úr GKG er í öðru sæti, höggi á eftir Böðvari. Hann lék á 68 höggum í dag en hann var í forystu eftir gærdaginn á sex undir pari ásamt Sigurði Arnari Garðarssyni sem er jafn í 3. sæti með Hákoni Erni Magnússyni. 

Viðtöl munu koma á kylfingur.is í fyrramálið.

Staðan.