Bandaríkjamaðurinn þarf að skipuleggja golfárið upp á nýtt
Bandaríkjamaðurinn Jordan Gumberg sigraði á SDC mótinu á DP mótaröðinni í Evrópu um síðustu helgi en leikið var í Suður Afríku. Gumberg var með þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni en með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á DP í tvö ár.
„Ég var búinn að skipuleggja allt flug miðað við að vera að keppa á Áskorendamótaröðinni. Nú þarf ég að skipuleggja allt upp á nýtt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn í sæluvímu eftir sigurinn.
Hann endaði 72 holurnar á -12 og var jafn Robin Williams. Þeir fóru í bráðabana þar sem Gumberg sigraði.
EVERY SHOT of Jordan Gumberg's two hole play-off victory! 🎥#SDCChampionship pic.twitter.com/OYl9FYW4pa