Spilar best nýrakaður
Óskar Jensson er kylfingur dagsins. Hann er í golfklúbbi Akureyrar, vinnur hjá Samskip, byrjaði í golfi árið 2016 og er helsjúkur af golfbakteríunni. Hann hefur keypt kylfu í miðjum hring, n.t. fjarka driving iron og greiddi fyrir með þremur Ginflöskum.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Vorið 2016 – fór á byrjendanámskeið með konunni – bakterían náði bólfestu og ekki var ekki aftur snúið. Spila nánast allan ársins hring í öllum aðstæðum. Við hjónin förum svo reglulega innanlands og erlendis í góðra vina hópi að spila golf – það toppar fátt að spila sæmilegt golf í góðum félagsskap.
Helstu afrek í golfinu?
Hola í höggi á 14. á Jaðri árið 2021 og taplaus í öllum keppnum við Gústa bróður sem telst kannski ekkert sem sérstakt afrek.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Þegar kerran mín rúllaði stjórnlaus ofaní skítapollinn við 6. braut á Jaðri og pokinn á hvolf og fylltist af gúmmelaði. Svo örugglega einhver góð sjönk upp við green.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Fjölmargir frægir sem hafa fengið að spila með mér, Birgir Leifur, Kristján Þór Einars amk bestir af þeim.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei en spila alltaf betur nýrakaður
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Stutta spilið – sérstaklega 60m og niður
Aldur: 49
Klúbbur: GA
Forgjöf: 14,8
Uppáhaldsmatur: Grillaður lax og svo er alltaf gott að fá blóðrauða nautalund
Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn
Uppáhaldskylfingur: Rambo (Jon Ram)
Þrír uppáhaldsgolfvellir: Jaðar, Vestmannaeyjar og Húsavík
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: #16 á Jaðri - #5 í Stykkishólmi - #17 í Eyjum
Erfiðasta golfholan: #4 á Rot (í Þýskalandi) – hef ekki enn hitt greenið þar í fjölmörgum tilraunum
Erfiðasta höggið: Högg 2 á þriðju braut (par 5 - Gilið) á Húsavík – ég er oft í brasi með það
Ég hlusta á: Spænskt og suðuramerískt rokk
Besta skor: 75 á Jaðri
Besti kylfingurinn: Viktor Hovland
Golfpokinn
Dræver: Titleist 917 D2
Brautartré: Cobra King F7 – 3tré, G425 hybryd 19°, G425 – 4 driving iron (gin járnið)
Járn: Ping G
Fleygjárn: Vokey SM6 – 52° - 56° - 60°
Pútter: Scotty Cameron – newport 2.5
Hanski: hvítur snjáður
Skór: FJ og Ecco