Ruth í Góða hirðinum er góður kylfingur sem hefur farið holu í höggi
Kylfingur dagsins er rekstarstjóri Góða hirðsins, hefur gaman að öllum íþróttum, útiveru og samskiptum við fólk, þ.a.l. er golfíþróttin kjörin fyrir Ruth Einarsdóttur en hún er í golfklúbbum Leyni á Akranesi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Ég byrjaði í golfi 2012. Foreldrar mínir voru búnir að vera lengi í golfi og höfðu mikið reynt að draga mig inn í þessa íþrótt. Mér fannst þetta nú vera eitthvað sem gamalt fólk stundaði en svo kolféll ég fyrir þessu.
Helstu afrek í golfinu?
Hola í höggi á 10. á Hvaleyravelli og 3. sæti í Íslandsmóti golfklúbba 50+ í 1. deild með sveit Leynis.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Leika rangri kúlu.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Úff þeir eru nú nokkrir “frægir”, Þórdís Geirsdóttir, bræðurnir Þorsteinn og Júlíus Hallgrímsson. Ég verð líka að nefna hann Guðlaug Rafnsson.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei bara alls ekki, aldrei verið hjátrúarfull þegar kemur að íþróttum.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Einbeitingu og aga til að æfa.
Aldur: 51
Klúbbur: Leynir
Forgjöf: 11.1
Uppáhaldsmatur: Smorebrod með rauðsprettu
Uppáhaldsdrykkur: Grænn Kristall
Uppáhaldskylfingur: Bogi Molby Péturson... Hann er svo skemmtilegur.
Þrír uppáhaldsgolfvellir: Garðavöllur, Korpan (sjórinn/áin) og Las Ramblas.
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 1, 2 og 3 á Garðavelli.
Erfiðasta golfholan: 9 á Garðavelli, getur verið mjög erfitt að skora hana.
Erfiðasta höggið: Bunker högg, ótrúlegt hvað það getur farið í hausinn á manni.
Ég hlusta á: Hljóðbækur
Besta skor: 76 högg
Besti kylfingurinn: Viktor Hovland
Golfpokinn
Dræver: Bridgestone JGR
Brautartré: Bridgestone JGR
Járn: Cobra RADSPEED
Fleygjárn: Calaway
Pútter: Evenroll ER2V
Hanski: Footjoy StaSof leður hanski
Skór: Nike Air Max 270