Kylfingur dagsins: Fékk golfbakteríuna eftir körfuboltann
Falur Harðarson gerði garðinn frægan á yngri árum með meistaraliði Keflavíkur í körfubolta, „Keflavíkur-hraðlestinni“ sem vann marga stóra titla. Hann hefur snúið sér að golfíþróttinni eftir að hann hætti að mestu leyti að hlaupa með körfubolta og er einn af áhugasamari kylfingum landsins.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Fékk oft að labba með pabba og hans félögum í GS með eina kylfu og slá með þegar ég var krakki, en byrjaði aðeins að fara sjálfur út í Leiru á unglingsaldri. Ég fékk ekki bakteríuna að viti fyrr en ég var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Þar spilaði ég nokkuð mikið golf en samt fór ég ekki að spila golf að viti, fyrr en ég hætti sjálfur að spila körfubolta 2004.
Helstu afrek í golfinu?
Lítið um stórkostleg afrek, nema forgjöfin lækkar hægt og hljótt.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Ekkert sem ég man eftir.
Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar?
Nei, því miður.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Verð að gefa skólafélaga mínum og vini Jason Caron þann heiður. Hann hefur verið nokkur ár á PGA mótaröðinni án einhverja stórra vinninga, frá því við úrskrifuðumst saman árið 1994. Við spiluðum oft saman á skólaárunum þar sem ég fékk oft að fljóta með og spila á flestum af bestu golfvöllum í Charleston í Suður Karólínu, þar sem hann var í miklu uppáhaldi eftir gott gengi í háskólagolfinu.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Nei.
Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Eins og svo margir, mætti ég vera betri í stutta spilinu.
Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19?
Mjög skrítnir tímar, en þá er gott að vera heima með góða pútt mottu, en svo er þetta allt að fara af stað.
Falur Jóhann Harðarson
Aldur: 51
Klúbbur: GS
Forgjöf: 12,9
Uppáhalds matur? Góð nautasteik.
Uppáhalds drykkur: Vatn og sódavatn.
Uppáhalds kylfingur: Held mikið upp á Ólafíu enda eigum við sama afmælisdag Ótrúlega gaman að fylgjast með henni. Svo auðvitað Phil Michaelson og Tiger Woods.
Þrír uppáhaldsgolfvellir:
Leiran, Brautarholt & Charleston National, Charleston í Suður Karólínu.
Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi?
3. braut í Leirunni, 1. í Brautarholti og 6. hola í Grindavík.
Erfiðasta golfholan: Bergvíkin hefur oft reynst erfið, þar sem ég spila alltaf sóknarbolta.
Erfiðasta höggið? Klikka oftast á mjög stuttum vippum og þannig erfiðustu höggin!
Ég hlusta á: Allskonar hljóðbækur, helst ævisögur og alæta á podköst.
Besta skor: 82 högg í Leirunni
Besti kylfingurinn: Tiger Woods
Golfpokinn: Ping kerrupoki/Nike göngupoki
Dræver: Ping G410
Brautartré: Ping G410
Járn: Ping G700
Fleygjárn: Ping Glide 3.0
Pútter: Odyssey White Hot
Hanski: Titleist
Falur á sama afmælisdag og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hún er í uppáhaldi hjá honum.