Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: 30-40 metra glompuhögg erfiðast
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 21. mars 2020 kl. 07:55

Kylfingur dagsins: 30-40 metra glompuhögg erfiðast

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2018 og 2019 og atvinnukylfingur á Evrópumótaröðinni hefur verið í kringum golfið frá unga aldri enda stór hluti fjölskyldunnar í golfi. Erfiðasta höggið segir hún vera 30-40 metra glompuhögg en hér koma svörin frá kylfingi dagsins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? Golf hefur verið í kringum mig síðan ég fæddist. Pabbi minn spilaði sem atvinnumaður þegar ég var lítil og margir aðrir í fjölskyldunni minn spiluðu mikið golf. Ég byrjaði þó ekki að spila golf almennilega þegar ég var 13 ára.

Helstu afrek í golfinu? Íslandsmeistari í höggleik 2018 og 2019, 4. sæti í Evrópumóti einstaklinga 2017, valin í lið Evrópu í Patsy Hankins Trophy 2018, kort á Evrópumótaröðina 2020.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Dettur ekki neitt sérstakt í hug en hef 4 púttað einu sinni og það var ekki skemmtilegt.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? Já, tvisvar sinnum. Einu sinni á æfingahring upp á Akranesi á 6. holu. Seinna skiptið var á 15. holu á velli sem heitir Messilla golf í Finnlandi.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Ég keppti á móti Anne Van Dam í Evrópumóti liða.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Nei, get ekki sagt það enn ég spila helst ekki með golfboltum númer 3.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? Alltaf hægt að bæta hluti enn ég þarf að leggja mesta áheyrslu á pútt.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? Já, þetta eru virkilega skýtnir tímar. Það er mjög skýtið að vera að undirbúa sig fyrir mót/tímabil sem maður veit ekki hvenær byrjar aftur. Þetta er eiginlega off-season á vitlausum tíma. Það er enn hægt að æfa og fara í ræktina þannig maður verður bara að vera duglegur að nýta sér það. Eina sem hægt er að gera er að taka einn dag í einu og fara varlega.



Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Aldur: 25 ára

Klúbbur: Keilir

Forgjöf: +2,5

Uppáhalds matur: Fajitas eða inderskt.

Uppáhalds drykkur: Íslenskt vatn.

Uppáhalds kylfingur (á Íslandi og erlendis:)? Björgvin Sigurbergsson og Tiger Woods.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Keilir, Mission Hills (Dinah Shore) og Evian Resort.

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 1. Brautarholti, 2. braut á Keili og 17. holan í Vestmannaeyjum.

Erfiðasta golfholan: 1. brautin í Brautarholti

Erfiðasta höggið: 30-40 metra glompuhögg

Ég hlusta á: Allskonar tónlist

Besta skor: 66 Akranesi

Besti kylfingurinn: Tiger Woods

Golfpokinn: Ping

Dræver: Ping G410

Brautartré: Ping G410

Járn: Ping i200

Fleygjárn: Ping glide 3 60-56-52

Pútter: Ping sigma2

Hanski: Footjoy

Skór: Ecco