Kylfingur dagsins

Lýsir golfi í sjónvarpi, er framkvæmdastjóri UMFG og hefur tvisvar sinnum orðið klúbbmeistari GG
Jón Júlíus himinlifandi eftir draumahöggið á 9. holu í Bakkakoti
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 29. ágúst 2023 kl. 15:44

Lýsir golfi í sjónvarpi, er framkvæmdastjóri UMFG og hefur tvisvar sinnum orðið klúbbmeistari GG

Jón Júlíus Karlsson er hörkugóður sjónvarpslýsandi í golfi, er framkvæmdastjóri UMFG, hefur tvisvar sinnum orðið klúbbmeistari GG og ætlar sér að fara oftar holu í höggi. Hann á ekki góðar minningar frá St. Andrews og vill bæta við sig 20 metrum í högglengd.

Jón Júlíus er kylfingur dagsins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég byrjaði í golfi þegar ég var ca 13-14 ára. Ég horfði á The Open á RÚV og féll fyrir íþróttinni. Varð mér út um golfkylfur og byrjaði að leika mér á Húsatóftavelli í Grindavík.

 

Helstu afrek í golfinu?

Hef tvívegis orðið Klúbbmeistari hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Leikið nokkra hringi undir pari. Best á ég 65 högg á Húsatóftavelli eða -5. Aðeins einu sinni farið holu í höggi en það gerði ég á 9. holu í Bakkakoti. Stefni á að bæta við fleiri ásum í safnið á næstu árum.

 

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Lék eitt sinn í Skotlandi ásamt nokkrum ungum og mjög góðum kylfingum úr skólaliði St. Andrews háskólans á Jubilee vellinum. Það var hávaðarok og ég var í tómi brasi frá upphafi til enda. Lék á 98 höggum þrátt fyrir að vera með ca 6 í forgjöf. Kynntist „gorse“ runnunum í St. Andrews meira en ég kærði mig um fyrir lífstíð. Get ekki sagt að ég hafi verið upplitsdjarfur í bjórnum eftir hring. Leikfélagar mínir enduðu báðir í verðlaunasæti. Ég fékk hins vegar verðlaun fyrir versta skor.

 

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ætli Haraldur Franklín Magnús sé ekki frægasti og besti kylfingur sem ég hef leikið með.

 

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Reyni að nota alltaf Titleist ProV1 bolta. Það er kannski mín eina hjátrú í golfinu.

 

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Þarf að bæta við meiri nákvæmi í járnahöggunum og svo þyrfti ég að bæta við ca 20 metrum í högglengd til að verða enn betri kylfingur.

 

Aldur: 36 ára

Klúbbur: Golfklúbbur Grindavíkur

Forgjöf: 4,5

Uppáhaldsmatur: Það er fátt sem toppar góða nautasteik

Uppáhaldsdrykkur: Powerade er minn drykkur í golfinu

Uppáhaldskylfingur: Rory McIlroy

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Húsatóftavöllur, Old Course í St. Andrews og Kingsbarnes í Skotlandi.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 4. braut á Húsatóftavelli, 7. braut á Hvaleyrarvelli og 2. braut á Urriðavelli.

Erfiðasta golfholan: 15. Hola á Húsatóftavelli í sunnanátt er óvinnandi vígi.

Erfiðasta höggið: 165m járnahögg á móti vindi                          

Ég hlusta á: Konuna mína fyrst og fremst – en líka á Dr. Football

Besta skor: 65 högg (-5)

Besti kylfingurinn: Helgi Dan Steinsson

 

Golfpokinn

Dræver: PING G LST

Brautartré: Titleist 910F 15°, Titleist 910H 19°

Járn: Titleist 714 AP2

Fleygjárn: Titleist Vokey; 50°-56°-60°

Pútter: Scotty Cameron Newport 3

Hanski: FJ og Under Armour

Skór: FootJoy

Gunnar Gunnarsson, Jón Júlíus og Jóhann Pétur Guðjónsson á Turnberry í Skotlandi