Fréttir

Rory Íþróttamaður ársins í Bretlandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 23. desember 2025 kl. 15:52

Rory Íþróttamaður ársins í Bretlandi

N-Írinn Rory McIlroy átti frábært ár og hann fékk enn ein verðlaunin þegar hann var kjörinn Íþróttamaður ársins í Bretlandi af BBC. Rory náði langþráðum áfanga í apríl þegar hann sigraði á Masters mótinu og náði þannig alslemmunni en þar vantaði aðeins græna jakkann.

Rory sagði við afhendinguna að árið hafi verið frábært. Sigur á Masters og síðan sigur í Ryder bikarnum hafi verið toppurinn en kappinn nældi í nokkra fleiri sigra á árinu, t.d. sigur á Írska meistaramótinu, Players mótinu og fleiri.

Eftir afhendinguna hjá BBC fékk hann í bónus að vera kjörinn Íþróttamaður ársins á N-Írlandi.

„Ég fæ gríðarlegan stuðning frá mínum heimaslóðum og fyrir það vil ég þakka. Ég tek Norður Írland með mér hvert sem ég fer og þar líður mér best. Þetta var frábært ár,“ sagði Rory.

Myndskeið frá útnefningunni.