Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Spilar ekki með bolta númer 4
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. mars 2020 kl. 10:33

Kylfingur dagsins: Spilar ekki með bolta númer 4

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Íslandsmeistari í höggleik 2019 hefur verið í eldlínu atvinnumennskunnar að undanförnu. Hann spilar ekki með golfboltum með númerið 4 en hér koma skemmtilegar upplýsingar um kappann.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? Ég byrjaði mjög snemma í golfi því allir í nánustu fjölskyldu spiluðu golf. Ég er ekki alveg viss hvenær ég byrjaði, en ég byrjaði í GR 7 ára.

Helstu afrek í golfinu? Sigur á Seminole Intercollegiate og þrír sigrar á Nordic League í fyrstu 12 mótunum sem að ég spilaði í fyrra.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Dettur svosem ekkert annað í hug en nokkur sjönk og fimmpútt.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? Þrisvar, í Bandaríkjunum, Lúxemburg og á Spáni.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Erfitt að gera upp á milli Robert Rock, George Coetzee og Matteo Manassero.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Spila ekki með bolta númer 4.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? Nákvæmni með Driver og að slá inná flöt með brautartré.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? Það er frekar skrýtið að vera heima á þessum tíma, án þess að vita hvenær ég fer næst út. Það er búið að aflýsa þremur mótum og fresta einu. Samt sem áður er hægt að æfa og fara í ræktina, svo maður er í rauninni bara að gera sömu hluti og um miðjan vetur.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Aldur: 27

Klúbbur: GR

Forgjöf: +4

Uppáhalds matur?  Chicken Tikka Marsala og gott naan brauð

Uppáhalds drykkur? Coca Cola

Uppáhalds kylfingur (á Íslandi og erlendis:)
Tiger Woods og Ágúst Ögmundsson

Þrír uppáhaldsgolfvellir? Sage Valley, Links at Fancourt og Carnoustie

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi? 15. holan í Grafarholti, 1. í Brautarholti og 15. á Keili

Erfiðasta golfholan?  15. braut á Keili

Erfiðasta höggið? Allt plöggað í bunker er frekar erfitt

Ég hlusta á? Podcasts

Besta skor? 62 í Þorlákshöfn

Besti kylfingurinn? Tiger Woods

15. brautin í Grafarholti er meðal uppáhaldsbrauta Guðmundar.

Golfpokinn:

Dræver: Titleist TS 3 8.5 gráður

Brautartré: Titleist TS 3 13.5 gráður

Járn: Titleist 718 MB

Fleygjárn: Titleist SM 8 48-54-60 gráður

Pútter: Scotty Cameron Circle T

Hanski: Titleist

Skór: FootJoy

Bolti: Titleist ProV1x