Fór „all in“ í golfið fyrir stuttu til að vera ekki lélegastur í minningarmóti
Kylfingur dagsins heitir Hreiðar Bragi Valgeirsson og býr á Hornafirði en hann notar fyrsta nafnið nánast ekki neitt og kallar sig alltaf Braga. Bragi er stýrimaður á Vigur Sf 80 sem er frá Hornafirði, er nýlega byrjaður í golfi, vill helst bæta högg með driver og finnst Silfurnesvöllurinn á Hornafirði vera einn af þeim fallegri.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Ég byrjað all in 2020. En ég hafði í nokkur ár tekið þátt í minningarmóti Gunnars Hersis á hverju sumri og var orðinn þreyttur á því að vera alltaf lélegastur í því móti og ákvað bara að hella mér í golfið.
Helstu afrek í golfinu?
Ætli það sé ekki að sigra minningarmótið sem ég gerði árið 2021.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Ég er svo svalur að ég lendi aldrei í neinu neyðarlegu....
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Það er án ef stórvinur minn hann Guðjón Björnsson betur þekktur sem Geitinn (hann er heimsfrægur á Hornafirði).
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei ég get ekki sagt það.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Eftir þetta sumar er það sennilega allt... En væri til í að geta slegið Dræverinn betur.
Aldur: 41
Klúbbur: GHH
Forgjöf: 19,6
Uppáhaldsmatur:
Lagsagne-aið hjá henni Helgu minni.
Uppáhaldsdrykkur:
Ætli það sé ekki Collab þessa dagana en segi seint nei við einum köldum.
Uppáhaldskylfingur: Hovland er helvíti sexy þessa dagana.
Þrír uppáhaldsgolfvellir:
1. Silfurnesvöllur (einstaklega fallegur völlur) 2. Völlurinn á Vopnafirði er skemmtilegur 3. Ætli ég setji ekki Setbergsvöllinn hérna. (Annars finnst mér La Finca ótrúlega skemmtilegur líka).
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi:
7 holan á silfurnesvelli. 18 hola á jaðarsvelli og 6 holan á Setbergsvelli.
Erfiðasta golfholan: klárlega 3 holan á Silfurnesvelli.
Erfiðasta höggið: Upphafshöggið á 3 holu á Silfurnesvelli.
Ég hlusta á:
Ég er búinn að vera að vinna með sama blandaða playlistan síðan í 8 bekk hugsa ég.
Besta skor: 9 holum 37 högg og á 18 holum 81 högg.
Besti kylfingurinn: Ég
Golfpokinn
Dræver: Callaway Mavrik
Brautartré: Taylormade RBZ stage 2
Járn: taylormade stealth
Fleygjárn: blandað
Pútter:
Var að kaupa mér Cobra sik technology putterinn ( var með spiderinn en ég skemmdi hann óvart).
Hanski: akkúrat núna er ég að nota under armor hanska.
Skór: Puma RS-G helvíti gott að labba í þeim.