Kylfingur dagsins

Ætlaði sér ekki að verða „golfekkja“
Sólveig og eiginmaðurinn, Guðni Guðnason
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 15. september 2023 kl. 10:58

Ætlaði sér ekki að verða „golfekkja“

Kylfingur dagsins er hjúkrunarfræðingur, alin upp í borginni en fluttist vestur á firði því maðurinn hennar spilaði og þjálfaði körfubolta á Ísafirði. Planið var að stoppa í tvö ár en hjónin vilja hvergi annars staðar búa í dag.

Sjálf spilaði kylfingur dagsins körfubolta, dútlar í blaki í dag og vildi ekki verða „golfekkja“.

Sólveig Pálsdóttir er kylfingur dagsins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég man ekki alveg nákvæmlega hvenær ég byrjaði í golfi en ég ákvað strax og ég kynntist Guðna að læra þetta sport vegna þess að hann var að spila og ætlaði mér ekki að verða “golfekkja.” Líklega fór ég að byrja að alvöru í kringum 2005 en þá fékk ég nýtt golfsett, var með notað áður. Strákarnir okkar voru að eldast og því auðveldara að komast í golf.

Helstu afrek í golfinu?

Ég hef orðið klúbbameistari kvenna í GÍ nokkrum sinnum. 

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Mér er mjög minnistæður 18 holu mót á Patreksfirði fyrir allmörgum árum. Fyrri hringurinn var skelfilegur, eitthvað nálægt 60 högg. Seinni hringurinn fór mikið betur eða einum yfir pari.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ætli það sé ekki Úlfar Jónsson

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei það er ég ekki.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Stutta spilið.

Aldur:  58

Klúbbur: Golfklúbbur Ísafjarðar

Forgjöf: 20,2

Uppáhaldsmatur: Nautasteik

Uppáhaldsdrykkur: Kristall

Uppáhaldskylfingur: Rory Mcllroy

Þrír uppáhaldsgolfvellir: GÍ, Vestmannaeyjar og Keilir

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 7. á Ísafirði, á ekki fleiri.

Erfiðasta golfholan: Par þrjú holan í eyjum sem er nær eingöngu yfir sjóinn. [17. holan]

Erfiðasta höggið: Vippin inn á grínið

                           

Ég hlusta á: Rás 2 og storytell

 

Besta skor: 83 högg 1.júlí ´22

Besti kylfingurinn: Viktor Hovland 

Golfpokinn

Dræver: Ping G425

Brautartré:  Ping GLe2

Járn: Ping Rhapsody

 

Fleygjárn: p og w - Ping Rhapsody og G -Cobra Airx

Pútter: Ping GLe2 arna

Hanski: FJ

Skór: Ecco