Kylfukast

Mikilvægasti undirbúningurinn
Sunnudagur 3. júlí 2011 kl. 23:21

Mikilvægasti undirbúningurinn

Nú þegar meistaramótin nálgast er ekki úr vegi að kylfingar hugi vel að nauðsynlegum undirbúningi fyrir mikilvægustu hringi sumarsins.  Sá undirbúningur sem allt of margir kylfingar flaska á er undirbúningur sem fer fram í búningsklefanum og snýr að baráttu við einn minnst umrædda og þó mest  hvimleiða fylgifisk golfleiks, núningssár á viðkvæmum stöðum. Þessi særindi hafa eyðilagt golfferðir og góð skor hjá fleiri kylfingum en nöfnum tjáir að nefna.   Farið eftir meðfylgjandi leiðbeiningum og ykkur mun farnast vel í meistaramótunum.  Eða eins og sagt er – leikið aldrei óbondaðir.

 

Með golfkveðju,

Margeir Vilhjálmsson.