Kylfukast

Kylfukast: Samanburður í árslok 2010
Miðvikudagur 5. janúar 2011 kl. 21:39

Kylfukast: Samanburður í árslok 2010

Nú er í þriðja sinn lagður fram samanburður á rekstri stærstu klúbba landsins.  Undanfarin tvö ár hafa tölur úr ársreikningum GKG, GO, GR og GK verið settar fram á sama formi og ársreikningur GKG. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja áhuga kylfinga á ársreikningi sins klúbbs og bera saman við aðra klúbba.  Að þessu sinni hefur árseikningur GO ekki verið birtur á heimasíðu klúbbsins, né hefur reikningurinn fengist sendur frá framkvæmdastjóra klúbbsins.  Því er GO ekki með í samanburðinum að þessu sinni.

Sem fyrr er GK að skila mestum fjármunum frá rekstri nú 44 mkr. Rekstur GKG skilar 41 mkr., en GR 26 mkr.

Mikil fjölgun félagsmanna í GKG er athygliverð, en þar eru nú 1740 félagsmenn, 180 fleiri en árið 2009. Samhliða þessari gríðarlegu fjölgun í klúbbnum aukast tekjur klúbbins af vallargjöldum um 25% úr 8 í 10 mkr.  Meðan stendur félagafjöldi hjá GR og GK í stað og tekjur af vallargjöldum minnka.

Skuldastaða klúbbanna er nokkuð mismunandi.  GKG hafa verið mjög duglegir að greiða niður skuldir, en þær hafa farið úr 90 mkr (2008) í 40 mkr(2010). Keilismenn berjast við að greiða niður skuldir af glæsilegu æfingasvæði sínu, Hraunkoti.  Vaxtagjöld GK á árinu eru 13,5 mkr., en  Hraunkot skilar 9,9 mkr. hagnaði.  Skuldastaða GR er hrikaleg í ársreikningnum, 191 mkr, þar af 185 skráðar sem skammtímaskuld.  Í nóvember síðastliðnum var skrifað undir frægan samning við Reykjavíkurborg sem strax lagaði stöðuna um 50 mkr. og svo aðrar 40 mkr. til viðbótar í febrúar 2011.

Samhliða samantektinni í fyrra spurði ég spurningarinnar hvort hámarkinu væri náð, hvað varðaði fjárhæð árgjalda í golfklúbbum. Stjórnir klúbbanna virðast ekki sammála, GR hækkaði árgjöld um 4.000 kr, það sama gerðu Keilismenn, en hjá GKG verður árgjaldið óbreytt.  Hvað sjálfan mig varðar greiddi ég félagsgjald í GR, kr. 75.000.   Á tímabilinu lék ég 18 hringi, þann fyrsta 24. apríl á Hellu og þann síðasta í Grafarholti 18. september.  Alls lék ég á völlum GR 8 hringi fyrir félagsgjaldið eingöngu, 2 hringi á vinavöllum ( 2 x 800 kr.), 1 hring í innnafélagsmóti (2.000 kr.),  3 hringi í opnum mótum (3 x 3.500), 3 hringi gegn greiðslu vallargjalds (3 x 3.000), 1 hring í boðsmóti (0 kr.).   Samtals fóru því í golfleik kr. 98.100.  Hver hringur sem ég lék fyrir félagsgjaldið eingöngu kostaði mig því kr. 9.375, en meðalverð golfhrings þetta árið var 5.450 kr.  Þá er ótalinn kostnaður við veitingasölu, bolta-, búnaðar- og fatakaup, sem reyndar var allt með minnsta móti þetta sumarið.

Golfsumarið 2010 virðist hafa verið ennþá stærra en 2009.  Mikil aukning var á leiknum hringjum hjá öllum klúbbunum.  Ef teknar eru tekjur tilkomnar vegna golfiðkunar (félagsgjöld, vallargjöld og mótatekjur) og deilt í þá tölu með leiknum hringjum á völlum klúbbanna, fæst út tala kalla má tekjur  af leiknum hring. (TLH).

Hjá GKG er TLH 2.258 kr., hjá GR 2.668* kr. og hjá GK 2.802 kr. 

Frá hlið klúbbanna mætti horfa á töluna þannig að aldrei ætti að vera í boði vallargjald sem er lægra en þessi tala, kannski mætti kalla þetta grunn-vallargjald.  Félagsmaðurinn ætti að margfalda leikna hringi á heimavelli með TLH.  GR-ingurinn þurfti því að leika 28 hringi til að fylla upp í árgjaldið,  Keilismaðurinn 25 og GKG-ingurinn 33.

* Að meðtöldum félags- og mótatekjum GL.

 

GKG GR GK
Fjöldi félagsmanna 1.740 3.019 1.341
Félagsgjöld  103.116.400      199.616.660      85.905.342    
Vallargjöld  9.924.840      16.686.640      11.703.450    
Leiga (boltar, sett, bílar, kerrur)  5.632.500      27.115.881      24.459.879    
Tekjur af golfmótum  10.691.410      17.365.881      12.689.650    
Framlög og ft. samningar  19.832.960      54.775.451      15.807.778    
Aðrar rekstrartekjur  12.937.369      5.193.810      24.200.008    
 162.135.479      320.754.323      174.766.107    
Gjöld
Laun og launatengd gjöld  56.515.335      140.042.357      67.029.497    
Skáli og áhaldahús  4.542.229      27.428.836      7.573.965    
Golfvöllur og æfingasvæði  28.341.801      60.202.208      25.820.738    
Unglingastarf og kennsla  1.157.068      16.085.935      4.738.332    
Keppnisgolf og mótahald  11.949.563      15.371.008      3.706.417    
Gjöld til GSÍ  5.900.000      11.000.000      4.632.000    
Annar rekstrarkostnaður  11.881.998      23.875.684      16.353.349    
Afskriftir  15.120.046      15.368.092      5.450.000    
 135.408.040      309.374.120      135.304.298    
Hagn. fyrir fjármagnsliði  26.727.439      11.380.203      39.461.809    
Hagn. % af veltu 16,48% 3,55% 22,58%
Fjármunir frá rekstri (hagn+afskr)  41.847.485      26.748.295      44.911.809    
Fjármunatekjur (gjöld) (3.516.324) (8.284.324) (12.440.124)
Langtímaskuldir  9.063.010      5.510.969      104.031.221    
Skammtímaskuldir  31.661.051      186.084.952      46.998.014    
GSÍ gjöld - fjöldi  1.513      2.821      1.188    
því félagsmenn u. 16 ára  227      198      153    
Hlf. félagsgjalda af heildart. 63,60% 62,23% 49,15%
Meðaltalsfélagsgjald  59.262      66.120      64.061    
Vallargjöld pr meðlim  5.704      5.527      8.727    
Boltaleiga pr. meðlim  3.237      8.982      18.240    
Tekjur af golfmótum pr meðlim  6.144      5.752      9.463    
Rekstrarframlag pr. meðlim  11.398      18.144      11.788    
Aðrar tekjur pr. meðlim  7.435      1.720      18.046    
M.v. pr. meðlim
Tekjur  93.181      106.245      130.325    
Laun og launatengd gjöld  32.480      46.387      49.985    
Húsnæði (skáli og áhaldahús)  2.610      9.085      5.648    
Golfvöllur og æfingasvæði  16.288      19.941      19.255    
Unglingastarf og kennsla  665      5.328      3.533    
Keppnisgolf og mótahald  6.868      5.091      2.764    
Gjöld til GSÍ  3.391      3.644      3.454    
Annar rekstrarkostnaður  6.829      7.908      12.195    
Heildargjöld pr. meðlim  69.131,03      97.385,24      96.833,93    
Hlutföll
Skammtímask/heildartekjur  0,20      0,58      0,27    
Skammtímask/félagsgjöld  0,31      0,93      0,55    
Laun/félagsgjöld  0,55      0,70      0,78    
Skuldir/félagsgjöld  0,39      0,96      1,76    
Rekstrarkostnaður/félagsgjöld  1,31      1,55      1,58    
Áhugavert:
Áburður,fræ,sandur og akstur  3.121.704      7.803.835      1.424.634    
Árgjald 2010  75.000  75.000  69.000
 54.786  91.455  39.371
Tekjur á leikinn hring 2010  2.258  2.668  2.802
Fjöldi hringa til að fylla árgjald  33,21      28,11      24,63    

Breytingar frá 2009-2010 (rautt letur = aukning/hækkun)
GKG GR GK
Fjöldi félagsmanna (180) 22 (26)
Félagsgjöld (19.313.116) (14.558.252) (7.895.822)
Vallargjöld (1.876.790) 2.354.425 283.471
Leiga (boltar, sett, bílar, kerrur) (524.450) (6.830.696) (2.691.621)
Tekjur af golfmótum (1.559.610) (51.431) (765.250)
Framlög og ft. samningar (5.703.910) 2.678.444 (2.840.892)
Aðrar rekstrartekjur (3.571.278) (371.435) (1.493.041)
(32.549.154) (16.778.945) (15.403.155)
Gjöld
Laun og launatengd gjöld (154.289) (16.337.709) (9.692.542)
Skáli og áhaldahús (1.143.609) (13.374.159) 3.111.661
Golfvöllur og æfingasvæði (16.232.319) (5.357.134) (19.590.057)
Unglingastarf og kennsla (630.041) 14.363.024 579.389
Keppnisgolf og mótahald (4.049.465) (1.566.595) (1.008.081)
Gjöld til GSÍ (1.221.800) (561.150) (393.886)
Annar rekstrarkostnaður (3.348.804) 308.242 14.919.118
Afskriftir (4.592.817) (1.690.593) (56.240)
(31.373.144) (24.216.074) (12.130.638)
Hagn. fyrir fjármagnsliði (1.176.010) 7.437.129 (3.272.517)
Hagn. % af veltu 0 0 0
Fjármunir frá rekstri (hagn+afskr) (5.768.827) 5.746.536 (3.328.757)
Fjármunatekjur (gjöld) (7.990.857) (6.830.621) (20.743.705)
Langtímaskuldir 12.570.239 16.684.321 21.602.723
Skammtímaskuldir 18.196.295 (106.875.818) 7.245.256
GSÍ gjöld - fjöldi (176) 162 23
því félagsmenn u. 16 ára (4) (140) (49)
Hlf. félagsgjalda af heildart. 0 (0) (0)
Meðaltalsfélagsgjald (5.542) (5.266) (4.738)
Vallargjöld pr meðlim (545) 734 388
Boltaleiga pr. meðlim 37 (2.311) (1.686)
Tekjur af golfmótum pr meðlim (291) (59) (395)
Rekstrarframlag pr. meðlim (2.341) 750 (1.927)
Aðrar tekjur pr. meðlim (1.431) (135) (779)
M.v. pr. meðlim
Tekjur (10.113) (6.286) (9.137)
Laun og launatengd gjöld 3.649 (5.708) (6.382)
Húsnæði (skáli og áhaldahús) (432) (4.464) 2.478
Golfvöllur og æfingasvæði (8.526) (1.906) (14.517)
Unglingastarf og kennsla (327) 4.685 510
Keppnisgolf og mótahald (1.803) (552) (712)
Gjöld til GSÍ (392) (211) (231)
Annar rekstrarkostnaður (1.359) 44 11.586
Heildargjöld (9.190) (8.112) (7.267)