Kylfukast

Hámarkinu náð?
Fimmtudagur 28. janúar 2010 kl. 00:08

Hámarkinu náð?

  

Mynd: Árgjöld stærstu klúbbanna hækka enn. Eru hæstu gjöldin komin yfir það hámark sem hinn venjulegi kylfingur er tilbúinn að borga?

Mér og vonandi öðrum til skemmtunar gerði ég samanburð á ársreikningum stærstu golfklúbba landsins í árslok 2008 og birti niðurstöður hér í Kylfukastinu. Í þessum fjórum klúbbum GR, GO, GK og GKG eru um helmingur félagsmanna Golfsambandsins.  Nú hef ég gert slíkt hið sama fyrir rekstrarárið 2009. Það er alltaf gaman að skoða tölur hjá klúbbunum, bera saman og sjá hvort að í tölunum megi finna mismunandi áherslur hjá klúbbunum.

Það sem er sérstaklega áhugavert við að skoða árið 2009 er að allir klúbbarnir fjórir voru með óbreytt árgjöld frá árinu 2008. Hjá GR fjölgaði félögum lítillega milli ára, en hjá hinum þremur klúbbunum fækkaði félagsmönnum og heildarárgjöld innheimt eru lægri en frá árinu á undan.  Það vekur nokkra athygli þar sem á Golfþingi GSÍ kom fram að félagsmönnum innan sambandsins hefði fjölgað um 5% frá árinu 2008 til 2009.  Fjölgunina er ekki að finna hjá hinum fjóru stóru og því hægt að tala um 10% fjölgun hjá öðrum klúbbum landsins.  Áhugavert það og mjög jákvætt fyrir golfíþróttina.

Það sem vakti mesta athygli mína þegar reikningarnir eru skoðaðir er að klúbbarnir missa tekjur í formi félagsgjalda en ná þeim öllum aftur og í sumum tilfellum betur en það í aukningu á vallargjöldum, boltaleigu og tekjum af golfmótum. Að gefnum þessum forsendum að fjölgunin í golfíþróttinni er hjá þeim 56 (eða svo) golfklúbbum sem mynda hinn helming GSÍ og eru allir með lægri félagsgjöld en GO,GR, GK og GKG vaknar sú spurning hvort að félagsgjöld í klúbbunum fjórum séu komin að efri mörkum sem hinum almenna félagsmanni finnst réttlætanlegt að greiða.   Samt sem áður hækkuðu allir klúbbarnir árgjöldin á síðasta aðalfundi um 6-10%.  Ætli einhver þeirra hafi skoðað þá lausn að með því að lækka félagsgjöldin um 10%, gæti það skilað sér í enn hærri vallar-, móta- og leigutekjum?  Kannski að menn vilji ekki taka áhættuna á því.

Klúbbarnir tóku flestir vel til í rekstrinum hjá sér árinu 2009 og í versta lagi voru rekstrargjöld hin sömu og á árinu 2008. Verulega var dregið úr launagreiðslum milli áranna 2008 og 2009, en þó veit ég fyrir víst að fjölmargir golfklúbbar á landsvísu nutu góðs af því að atvinnuleysistryggingasjóður greiddi fyrstu 160.000 krónurnar á mánuði fyrir nokkurn fjölda sumarstarfsmanna.  

Ég ritaði Kylfukast fyrir ríflega ári síðan þar sem ég fjallaði um það að þeir sem spiluðu mest golf hjá klúbbunum ættu að borga mest. Grunnhugmyndin væri sú að lækka félagsgjaldið verulega og svo myndu félagsmenn greiða u.þ.b. 1.000 krónur fyrir hvern leikinn hring. Jafnvel mætti hafa verðið mismunandi, eftir því á hvaða tíma dags væri leikið.  Hjá þessum fjórum stóru klúbbum myndi slíkt gjald þýða um 30 milljónir í kassann yfir sumarið og meiri agi myndi sjálfkrafa verða í eftirlitsstörfum.

Ég get tekið sjálfan mig sem dæmi.  Á síðasta leiktímabili lék ég 25 hringi.  9 hringir voru leiknir í mótum, sem ég greiddi samtals fyrir þáttöku kr. 22.000.  Fyrir 2 hringi greiddi ég vallargjald, samtals 5.000 krónur.  Fjórir hringir voru á vinavöllum GR, 3.200 krónur. 5 hringi lék ég svo á Korpu og 5 í Grafarholti.  Samtals greiddi ég því fyrir 25 hringi á Íslandi 68.000 kr. árgjald í GR, 22.000 kr. í mót, 5.000 kr. í vallargjöld, 3.200 kr. til vinavalla eða alls: 98.200 krónur, eða rétt tæplega 4.000 krónur fyrir hringinn.  Fyrir félagsgjaldið eitt og sér leik ég 10 hringi og nýt þeirra fríðinda að geta leikið á vinavöllum fyrir 800 krónur.  En verði þetta eins hjá mér á næsta ári, 75.000 krónur fyrir 10 hringi, er það meira fyrir hvern hring heldur en greitt er fyrir fullt vallargjald á Grafarholtsvelli, jafnvel þó ég taki vinavallafríðindin með í reikninginn.

Svona samantekt fer fyrst að verða áhugaverð eftir þrjú til fjögur ár. Huglægt mat manna á síðastliðnu Golfþingi var að golfsumarið 2009 hefði verið mesta golfsumar Íslandsssögunnar. Aldrei hefðu verið leiknir jafn margir hringir á golfvöllum landsins. Engin tölfræðileg rök voru notuð til að styðja þá fullyrðingu, en ég er ekki ósammála þessu mati.

Tölurnar fylgja með hér að neðan. Síðast þegar ég gerði þetta vonaðist ég til að þessi samantekt yrði kylfingum hvatning til að kynna sér reikninga klúbbanna.  Það vona ég enn. Ég tel það samt vera hlutverk Golfsambands Íslands að taka saman allar tölulegar staðreyndir sem hægt er að finna hjá golfklúbbum á Íslandi, greina þær og gefa út þeim til fróðleiks sem starfa innan hreyfingarinnar.

Samantektin er byggð upp á ársreikningi GKG. Reynt er að staðfæra reikninga hinna klúbbanna í viðlíka form. Tölurnar eru allar teknar úr ársreikningum klúbbanna og fært milli liða eftir sundurliðunum sem þeim fylgja.  Erfitt getur verið að greina á milli ýmissa liða. T.d. er golfkennsla hjá sumum klúbbum aðkeypt, meðan aðrir eru með sína kennara á launaskrá. Rekstur veitingasölu hjá GO var tekin út, þar sem klúbburinn var einn um að sjá um slíkan rekstur sjálfur og þótti það skekkja samanburðinn.

Fyrri taflan sýnir tölur ársins 2009. Seinni taflan sýnir breytingu frá árinu 2008, þar sem rauðar tölur (negatívar) þýða hækkun.

GKG GO GR GK
Fjöldi félagsmanna 1.560 1.396 3.041 1.315
Félagsgjöld  83.803.284      89.385.116      185.058.408      78.009.520    
Vallargjöld  8.048.050      21.254.500      19.041.065      11.986.921    
Leiga (boltar, sett, bílar, kerrur)  5.108.050      3.837.725      20.285.185      21.768.258    
Tekjur af golfmótum  9.131.800      7.931.200      17.314.450      11.924.400    
Framlög og ft. samningar  14.129.050      14.476.142      57.453.895      12.966.886    
Aðrar rekstrartekjur  9.366.091      2.466.821      4.822.375      22.706.967    
 129.586.325      139.351.504      303.975.378      159.362.952    
Gjöld
Laun og launatengd gjöld  56.361.046      47.216.211      123.704.648      57.336.955    
Skáli og áhaldahús  3.398.620      7.085.785      14.054.677      10.685.626    
Golfvöllur og æfingasvæði  12.109.482      38.315.538      54.845.074      6.230.681    
Unglingastarf og kennsla  527.027      1.110.510      30.448.959      5.317.721    
Keppnisgolf og mótahald  7.900.098      3.063.198      13.804.413      2.698.336    
Gjöld til GSÍ  4.678.200      5.579.750      10.438.850      4.238.114    
Annar rekstrarkostnaður  8.533.194      10.662.592      24.183.926      31.272.467    
Afskriftir  10.527.229      4.903.286      13.677.499      5.393.760    
 104.034.896      117.936.870      285.158.046      123.173.660    
Hagn. fyrir fjármagnsliði  25.551.429      21.414.634      18.817.332      36.189.292    
Hagn. % af veltu 19,72% 15,37% 6,19% 22,71%
Fjármunir frá rekstri (hagn+afskr)  36.078.658      26.317.920      32.494.831      41.583.052    
Fjármunatekjur (gjöld) (11.507.181) (33.022.616) (15.114.945) (33.183.829)
Langtímaskuldir  21.633.249      145.637.157      22.195.290      125.633.944    
Skammtímaskuldir  49.857.346      69.757.502      79.209.134      54.243.270    
GSÍ gjöld - fjöldi  1.337      1.594      2.983      1.211    
því félagsmenn u. 16 ára  223     -198      58      104    
Hlf. félagsgjalda af heildart. 64,67% 64,14% 60,88% 48,95%
Meðaltalsfélagsgjald  53.720      64.029      60.854      59.323    
Vallargjöld pr meðlim  5.159      15.225      6.261      9.116    
Boltaleiga pr. meðlim  3.274      2.749      6.671      16.554    
Tekjur af golfmótum pr meðlim  5.854      5.681      5.694      9.068    
Rekstrarframlag pr. meðlim  9.057      10.370      18.893      9.861    
Aðrar tekjur pr. meðlim  6.004      1.767      1.586      17.268    
M.v. pr. meðlim
Tekjur  83.068      99.822      99.959      121.189    
Laun og launatengd gjöld  36.129      33.823      40.679      43.602    
Húsnæði (skáli og áhaldahús)  2.179      5.076      4.622      8.126    
Golfvöllur og æfingasvæði  7.762      27.447      18.035      4.738    
Unglingastarf og kennsla  338      795      10.013      4.044    
Keppnisgolf og mótahald  5.064      2.194      4.539      2.052    
Gjöld til GSÍ  2.999      3.997      3.433      3.223    
Annar rekstrarkostnaður  5.470      7.638      7.953      23.781    
Heildargjöld  59.940,81      80.969,62      89.273,45      89.566,46    
Hlutföll
Skammtímask/heildartekjur  0,38      0,50      0,26      0,34    
Skammtímask/félagsgjöld  0,59      0,78      0,43      0,70    
Laun/félagsgjöld  0,67      0,53      0,67      0,73    
Skuldir/félagsgjöld  0,85      2,41      0,55      2,31    
Rekstrarkostnaður/félagsgjöld  1,24      1,32      1,54      1,58    

GKG GO GR GK
Fjöldi félagsmanna 12 0 (43) 54
Félagsgjöld 2.909.985 1.945.355 (499.090) 6.731.672
Vallargjöld (2.411.966) (5.217.728) (5.609.202) (1.433.520)
Leiga (boltar, sett, bílar, kerrur) (1.403.230) 332.008 1.362.059 (1.984.072)
Tekjur af golfmótum (1.205.725) 1.227.800 (3.588.150) (1.568.500)
Framlög og ft. samningar 5.119.780 12.559.627 1.386.100 862.803
Aðrar rekstrartekjur 2.148.585 (26.529) 2.112.285 6.273.807
5.157.429 10.820.533 (4.835.998) 8.882.190
Gjöld
Laun og launatengd gjöld 7.203.691 9.190.790 12.021.948 5.417.836
Skáli og áhaldahús 600.678 1.399.587 4.114.602 (182.078)
Golfvöllur og æfingasvæði 3.920.017 (2.049.748) (11.334.898) 14.891.262
Unglingastarf og kennsla 2.860.046 2.227.364 (9.685.313) (4.452.757)
Keppnisgolf og mótahald 1.347.862 670.735 237.085 6.005.592
Gjöld til GSÍ 441.000 (886.370) (558.900) 204.286
Annar rekstrarkostnaður (1.263.787) (1.136.695) 3.985.041 (6.696.602)
Afskriftir (3.328.937) 4.799.102 (163.895) 690.390
11.780.570 14.214.765 (1.384.330) 15.877.929
Hagn. fyrir fjármagnsliði (6.623.141) (3.394.232) (3.451.668) (6.995.739)
Hagn. % af veltu (0) (0) (0) (0)
Fjármunir frá rekstri (hagn+afskr) (9.952.078) 1.404.870 (3.615.563) (6.305.349)
Fjármunatekjur (gjöld) (20.133.273) 4.180.209 (17.088.798) (33.064.892)
Langtímaskuldir 4.016.888 (8.774.384) 43.919.234 11.167.296
Skammtímaskuldir 15.325.962 (5.665.429) 9.225.737 12.582.301