Kylfukast

Boltanum leikið þar sem hann liggur
Sunnudagur 10. júlí 2011 kl. 23:05

Boltanum leikið þar sem hann liggur

Fátt fer meira í taugarnar á mér golfvellinum en þegar heimilaðar eru færslur. Hér á landi hefur okkur tekist að sannfæra okkur sjálf um að vellir hér á landi séu yfir höfuð svo lélegir – að leyfa verið færslur á brautum og stundum flötum, þar sem ástand valla sé ekki boðlegt.

 

Ég var að leika í síðustu viku með góðum félaga í Grafarholtinu, þegar hann óvart spurði mig hvort það mætti ekki örugglega færa skorkortslengd á brautum.  Ég hreytti í hann: “Hættu þessu helv.. kjaftæði, drullastu bara til að slá boltann á pinnann og púttaðu svo í, þetta er ekki flókið”. Á hann kom mikið fát, án þess að færa, sló hann boltann upp að stöng og púttaði svo í.  Fékk þar sinn eina fugl á hringnum. Einfalt.

 

Skoðun mín á þessum málum er sú að leika bolta þar sem hann liggur, snýst um viðhorf til golfíþróttarinnar – en ekki legu boltans.  Að fá að hreyfa bolta um skorkortslengd á brautum er í besta falli lélegur brandari og því miður hafa jafnvel okkar færustu R&A dómarar fallið í þá gryfju að láta undan þrýstingi og leyfa færslur í staðarreglum okkar bestu valla.

 

Að leyfa færslur gefur leysir vallarstjóra úr þeirri kvöð að hafa vellina sína boðlega.  Það skiptir engu máli, þótt brautir séu óslegnar, illa slegnar eða bara ekkert hirtar yfir höfuð, því það eru hvort eð er leyfðar færslur.

Að leyfa færslur leysir kylfinga undan þeirri kvöð að þurfa að læra að slá bolta úr hinum mismunandi legum, og jafnvel torfufari – og þ.a.l. verður leikni kylfinga minni en ella.

 

Fyrir tæplega öld síðan voru bestu golfvallahönnuðir heims farnir að hafa áhyggjur af því að brautir (e. fairway) golfvalla væru farnar að verða alltof góðar – það væri ekki nægileg fjölbreytni í legunum á þeim – þær væru alltof fullkomnar.

 

Úr bók Dr. Alister MacKenzie (hannaði m.a. Augusta National)  The Spirit of St. Andrews:

 

I remember many years ago (bókin er skrifuð 1934) at Sunningdale a fussy oily individual coming up to Harry Colt and saying, “I really must congratulate you Mr. Colt, on your fairways. They are perfect.”  Colt, who objected to this type of man, answered somewhat testily, “I don´t agree with you at all.”  “Why not, Mr. Colt?” he asked.  “The lies are too damned good,” was the answer.

 

Og þessu til viðbótar segir MacKenzie:

“Í þessari tilvitnun er töluverður sannleikur. Ef við fáum aldrei slæma legu, lærum við aldrei að meta þá sem er góð, og ennfremur, að getan til að leika úr slæmri legu greinir á milli góðs leikmanns og þess sem er lakari.”

 

Á Íslandi er viðhorfsbreytingar þörf hvað þetta varðar.  Ég hvet alla kylfinga til að halda í heiðri reglu 13-1 og leika boltanum þar sem hann liggur.  Að vera stöðugt að stilla upp bolta á brautum innan skorkortslengdar er ekki golf. Það er miklu nær því að vera handbolti.

 

Gangi ykkur vel í Meistaramótunum.

Með golfkveðju,

Margeir Vilhjálmsson