Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins keppti fyrst í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók upp kylfurnar.
María Málfríður Guðnadóttir
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. ágúst 2023 kl. 15:04

Kylfingur dagsins keppti fyrst í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók upp kylfurnar.

María Málfríður Guðnadóttir starfar sem íþróttakennari við Lindaskóla. Hún reyndi fyrst fyrir sér í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók í golfkylfu. Hún hefur orðið Íslandsmeistari í golfi í 35, 50 og 65 ára flokki. María hefur þrisvar sinnum farið löglega holu í höggi, tvisvar sinnum með varabolta og öll skiptin voru á erlendri grundu.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?  

Byrjaði í golfi 35 ára. Hafði keppt í frjálsum og körfubolta áður en börnin fæddust og þar sem ég er

mikil keppniskona, þurfti ég nýja áskorun og fannst golfið henta mér vel.

Helstu afrek í golfinu?  

Íslandsmeistari í 35 ára flokki, íslandsmeistari í 50 ára flokki og íslandsmeistari í sveitakeppni 65 ára

og eldri. Búin að vera í landsliði 50 ára og eldri s.l. 15 ár. Einnig er ég stolt af að hafa leikið fjóra velli á

pari (Borgarnes, Hella, Þorlákshöfn og Sandgerði).

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?  

Að hafa skotið boltanum í fjarlægðarhæla í tvígang í sama mótinu og í bæði skiptin tók boltinn 90°

beygju og meðspilarar í stórhættu.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?  

Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Nei

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik? 

Brautartré

Aldur: 65 ára

Klúbbur: GKG

Forgjöf: 6,9

Uppáhaldsmatur: Lambalæri og bernaise

Uppáhaldsdrykkur: Vatn

Uppáhaldskylfingur: Rory McIlroy og Lydia Ko

Þrír uppáhaldsgolfvellir: GKG Leirdalur, Hellan og Vestmannaeyjar

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 14. hola á Leirdalnum, 2. hola á Ánni á Korpu og 15. hola á Urriðavelli

Erfiðasta golfholan: Bergvíkin í Leirunni og 17. í Eyjum.

Erfiðasta höggið: Annað höggið á 13. holu í Eyjum

Ég hlusta á: Ed Sheeran

Besta skor: 70 högg

Besti kylfingurinn: Tiger Woods

Golfpokinn

Dræver: Callaway Paradym

Brautartré: Callawy Matrix 5, 7 og 9

Járn: Callaway Rogue PW – 5

Fleygjárn: Titleist Vokey 50°, 52° og 56°

Pútter: Oddysey

Hanski: FJ

Skór: Adidas

María með pútterinn