Fréttir

Vel heppnaðar breytingar á 18. braut í Grafarholti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 30. september 2022 kl. 06:47

Vel heppnaðar breytingar á 18. braut í Grafarholti

Endurgerð 18. brautar Grafarholtsvallar í Reykjavík hefur gengið vel en hún hefur staðið yfir í sumar. GR birti myndir af framkvæmdunum og sýna þróunina í þeim. 

Nýir og stórir teigar hafa verið byggðir, tvær nýjar glompur á brautinni og öll brautin endurnýjuð en með sömu flöt. Í sumar hefur verið leikið á bráðabirgðarateig og holan leikin sem par 3. 

Útlitið á nýrri 18. braut lofar virkilega góðu og verður spennandi fyrir kylfinga að reyna sig á henni á næsta ári en stefnt er að því að hefja leik á nýrri braut í upphafi golftíðar á næsta ári.