golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Undrabarnið Kim vann sitt annað PGA mót á árinu - klúður hjá Cantlay
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 10. október 2022 kl. 14:04

Undrabarnið Kim vann sitt annað PGA mót á árinu - klúður hjá Cantlay

Hinn tvítugi S-Kóreru undrakylfingur, Tom Kim, vann í annað sinn á PGA móti á þessu ári þegar hann tryggði sér sigur á Shriners Children’s mótinu um helgina en leikið var í Las Vegas. Með sigrinum jafnaði hann met sem enginn annar en Tiger Woods setti en það var að vinna tvö mót á PGA mótaröðinni áður en hann varð 21 árs gamall. 

Þessi magnaði strákur sem varð tvítugur í júní sl. náði þriggja högga forskot á lokahringnum en hans helsti keppinautur, Bandraríkjamaðurinn Patrick Cantlay, sem hefur m.a. orðið FedEx meistari, jafnaði við hann og þannig var staðan þegar þeir stóðu á 18. teig. 

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Sá ungi átti frábært upphafshögg en Cantlay húkkaði boltann í nær vonlausa stöðu utan brautar. Hann reyndi við erfiða stöðu og sló en boltinn hreyfðist lítið eftir höggið og þá tók hann víti og sló því næsta fjórða höggið í vatn og endaði holuna á þreföldum skolla. Ungi Kóreumaðurinn fylgdist með öllum mistökunum og gat því slegið rólegur inn á flöt sem hann og gerði, tvípúttaði og tryggði sér sigur.

Tom Kim vakti athygli þegar hann vann Windham mótið í vor en þá fór hann fyrstu brautina á fjórum yfir pari, 8 höggum en lét það ekki slá sig út af laginu. 

Hann vakti síðan enn meiri athygli í Forsetabikarnum nýlega þar sem framkoma hans var skemmtileg en golfið hans var ekki slæmt heldur. 

Hann endaði Shriners mótið á xx höggum undir pari og tapaði ekki höggi.

Kim er með þessum árangri kominn í 15. sæti heimslistans.

Í 15 mótum á PGA mótaröðinni hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn í öll skiptin.

Þá má geta þess að ungi maðurinn var ekki við hestaheilsu alla vikuna, var með slæmt kvef en lét það ekki trufla sig í átt að sigrinum. Hann gat því aðeins leikið sitt hvorar 9 holurnar fyrir mótið og var að leika völlinn í fyrsta sinn.

Lokastaðan.

Í meðfylgjandi myndskeiðum má sjá syrpu af Kim í lokahringnum og að taka á móti hamingjuóskum eldri bræðra sinna. Einnig er viðtal við kappann eftir mótið virkilega athyglisvert. Þá er myndskeið af ótrúlegum óförum Cantlay’s á síðustu holunni.