Fréttir

Ríkandi Íslandsmeistari ætlar að kasta teningunum!
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 21. júlí 2024 kl. 10:29

Ríkandi Íslandsmeistari ætlar að kasta teningunum!

Það yndislega við golfið, nánast sama á hvaða getustigi kylfingurinn er, alltaf er hægt að búa sér til nýtt markmið. Kylfingurinn fer í mót, spilar það frá sér á fyrri níu en getur alltaf stefnt á að eiga frábærar seinni níu og þannig labbað keikur frá viðkomandi móti.

Kylfingur.is hitti á ríkjandi Íslandsmeistara, Loga Sigurðsson, eftir 8. holuna í gær og athugaði möguleikann á að labba með honum þá níundu og taka spjall. Svar hins venjulega glaða og káta Loga; „Ekki séns!“ 

Logi átti erfiða byrjun í gær eftir frábæra fyrstu holu þar sem hann fékk Örn, hann tók nokkur þrípútt m.a. en náði að bjarga andlitinu á seinni níu og spilaði þær á -2 og hringinn því á pari. Hann er á pari í mótinu, heilum tólf höggum á eftir efsta manni og hefur því engu að tapa í dag og ætlar að rúlla teningunum!