Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Ragga ríkari eftir tvo sigra á vormótum
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS. Mynd/ÓBL./golf.is
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 27. maí 2024 kl. 14:24

Ragga ríkari eftir tvo sigra á vormótum

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS, sigruðu á Vormóti NK sem fram fór hjá Nesklúbbnum dagana 25.-26. maí. Ragga sigraði líka í Vorumótinu í Leiru en þar var Gunnlaugur Árni Sveinsson bestur hjá körlunum. Vormótin eru  ætluð kylfingum sem eru með forgjafarlágmörk inn á GSÍ-mótaröðina, 5.5 hjá körlum og 8.5 hjá konum.

Ragnhildur hefur halað inn 280 þúsund á tveimur helgum í „atvinnumennsku“ á Íslandi. Aron Emil sigraði á tíu undir pari á Nesinu sem er frábært skor. Gunnlaugur Árni var á -5 í Leirunni og endaði svo í 2. sæti á Nesvellinum þar sem var nálægt vallarmeti á seinni hringnum á -8. Skorið hefur verið gott í þessum tveimur mótum og ljóst að íslenskir afrekskylfingar koma vel undan vetri.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Vormót á Hólmsvelli í Leiru - úrslit:

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 67 högg (-5)

2. Logi Sigurðsson, GS 68 högg (-4)

3. Hákon Örn Magnússon, GR 69 högg (-3)

4. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 70 högg (-2)

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 72 högg (par)

2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 73 högg (+1)

3.-4. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 78 högg (+6)

3.-4. Eva Kristinsdóttir, GM 78 högg (+6)

Vormót á Nesvellinum - úrslit:

1. Aron Emil Gunnarsson, GOS 130 högg (-10) (66-64).

2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 133 högg (-7) (71-62)

3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 136 högg (-4) (71-65)

4. Daníel Ísak Steinarsson, GK 137 högg (-3) (74-63).

5. Jóhannes Guðmundsson, GR 138 högg (-2) (70-68)

6. Kristján Þór Einarsson, GM 139 högg (-1) (68-71)

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 146 högg (+6) (74-72).

2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 150 högg (+10) (78-72)

3. Berglind Björnsdóttir, GR 152 högg (152 högg (+12)(74-78)

Á vormótunum voru vegleg peningaverðlaun fyrir fjórtán efstu sætin í karlaflokki og sex efstu í kvennaflokki. Fyrsta mótið á GSÍ mótaröðinni verður um næstu helgi, Korpubikarinn á Korpúlfsstaðavelli 31. maí til 2. júní.